Berglind Glóð Garðarsdóttir hdl.

Berglind Glóð Garðarsdóttir hdl.

Berglind Glóð starfar sem fulltrúi hjá OPUS lögmönnum. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2017. Berglind starfar á skaðabótasviði OPUS lögmanna.

Starfsferill

Berglind starfaði hjá OPUS lögmönnum sumarið 2012 og hóf svo aftur störf í júní 2015. 

Vorið 2017 var hún jafnframt aðstoðarkennari í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Menntun

Berglind Glóð lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2008. Berglind hóf nám við lagadeild Háskóla Íslands haustið 2011 og lauk B.A.- prófi vorið 2015. B.A.-ritgerð hennar var á sviði stjórnsýsluréttar og fjallaði um takmörkun á upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.

Meistararitgerð Berglindar var á sviði skattaréttar og fjallaði um skattasniðgöngureglu í tvísköttunarsamningum. PPT-reglu OECD og EES-skuldbindingar íslenska ríkisins.