Samkeppnismál

Í viðskiptaumhverfi nútímans er fyrirtækjum, stórum sem smáum, nauðsynlegt að gæta hagsmuna sinna gagnvart keppinautum sem og samkeppnisyfirvöldum. Ráðgjöf sérfræðinga getur skipt sköpum og sparað fyrirtækjum umtalsverða fjármuni.

Meginstoðir samkeppnisréttarins eru þrjár. Í fyrsta lagi eru reglur um samruna fyrirtækja og tilkynningar þeirra til samkeppnisyfirvalda. Í öðru lagi eru reglur sem banna samkeppnishamlandi samninga og samstarf fyrirtækja. Í þriðja lagi eru reglur um misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja.

OPUS lögmenn búa yfir yfirgripsmikilli sérþekkingu á öllum sviðum samkeppnisréttarins og hafa gætt hagsmuna fjölmargra stórra jafnt sem lítilla fyrirtækja í málum á þessu sviði. Reynslan sýnir að stærri fyrirtæki þurfa gjarnan ráðgjöf vegna víðtækra bann- og sektarákvæða samkeppnislaga. Ákvæðin taka til ýmissa markaðsaðgerða og samninga slíkra fyrirtækja, auk skyldunnar til að tilkynna samruna og yfirtökur. Minni fyrirtæki þurfa gjarnan að gæta réttar síns til þess að stærri keppinautar misnoti ekki markaðsráðandi stöðu sína, svo sem með undirboðum.

Hvort sem þörf er á fyrirbyggjandi ráðleggingum eða kæru til samkeppnisyfirvalda geta viðskiptavinir OPUS lögmanna treyst á ráðgjöf okkar sérfræðinga.

Helstu sérfræðingar OPUS lögmanna á þessu sviði eru: