Lagapunktar - Fréttabréf - Júní 2015

Sjúkrakostnaður og tekjutap

Þegar maður lendir í slysi þarf að huga að ýmsu varðandi bótarétt hans. Óhætt er að segja að orðatiltækið "því fyrr því betra" eigi vel við þegar kemur að bótaliðum eins og sjúkrakostnaði og tekjutapi en þeir falla almennt til fljótlega eftir slys.

Nánar

Ábyrgðir á námslánum LÍN – framkvæmd greiðslumats

Mál er varða ábyrgðir á námslánum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) hafa verið nokkuð í deiglunni að undanförnu. Eitt af því sem þar kemur við sögu er skylda LÍN til að greiðslumeta lántakanda áður en ábyrgðarmaður gengst í ábyrgð fyrir námsláni og afleiðingar þess þegar því er ekki fylgt sem skyldi.

Nánar

Innheimta skaðabóta vegna þvingunaraðgerða lögreglu

Þvingunaraðgerðir lögreglu geta verið verulega íþyngjandi fyrir þá sakborninga sem eru beittir þeim. Í flestum tilvikum líður þeim sem beittir eru slíkum aðgerðum illa, þeim finnst þeir hafa verið niðurlægðir og beittir miklum órétti. Sakborningar geta átt rétt á því að fá greiddar skaðabætur, bæði miskabætur og bætur vegna varanlegs tjóns á sál eða líkama, hafi refsimál gagnvart þeim verið fellt niður eða sakborningur sýknaður með endanlegri úrlausn dómstóla. Ekki skiptir máli hvort skilyrði hafi verið uppfyllt til þess að beita þvingunaraðgerðum þegar réttur aðila til bóta er metinn. Eingöngu er hægt að fella niður eða lækka bætur ef talið er að sakborningur sjálfur hafi með framferði sínu valdið því að hann hafi verið beittur þvingunaraðgerðum af hálfu lögreglu.

Nánar

Framkvæmdir í fjöleignarhúsum

Nú rennur sá tími í garð þar sem húseigendur fyllast miklum eldmóð og vilja ganga í með hraði að framkvæma viðhald á húseigninni sem setið hafa of lengi á hakanum. Í því ljósi er rétt að benda á að vanda verður til verka svo ekki komi til deilna síðar meir innan húsfélagsins.

Nánar

Fyrirvari: Þær upplýsingar sem fram koma í fréttabréfi þessu eru ekki lögfræðileg ráðgjöf. OPUS lögmenn bera ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram. Er lesendum bent á að leita sér ráðgjafar hjá OPUS lögmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli upplýsinga sem finna má í fréttabréfinu. Ábyrgðarmaður er Erlendur Þór Gunnarsson hrl.